Úthlutun menningarstyrkja í fyrri úthlutun ársins 2023
Menningar- og ferðamálanefnd samþykkti á fundi sínum 15. mars að veita samtals 4.545.000 kr. við fyrri úthlutun menningarstyrkja ársins 2023. Sautján verkefni fengu styrk frá 75.000 kr. til 800.000 kr. sem fór til sýningarviðburðar í Litla gallerýinu sem er minnsta sýningarrýmið í Hafnarfirði.
Eftirtaldir fá menningarstyrkina:
- Elvar Gunnarsson, Sýningarviðburðir – Litla Gallerý, 800.000 kr.
- Jasper Matthew Bunch, Appolló listahátíð, 750.000 kr.
- Andrés Þór Gunnlaugsson, Síðdegistónar í Hafnarborg veturinn 2023-2024, 600.000 kr.
- Rakel Björk Björnsdóttir, ÞAU – Útgáfutónleikar í Bæjarbíó, 320.000 kr.
- Ólafur Guðlaugsson, Hjarta Hafnarfjarðar – OFF VENUE, 300.000 kr.
- Björn Thoroddsen, Garðveisla Bjössa Thor, 200.000 kr.
- Hanna Björk Guðjónsdóttir, Aggi og Mæðgurnar stíga á svið, 200.000 kr.
- Kirstín Erna Blöndal, Tónlistarsköpun á hjúkrunarheimilum Hafnarfjarðar, 200.000 kr.
- Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Tónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar veturinn 2022-2023, 200.000 kr.
- Pláneta ehf., Skynjunarleikstund, 200.000 kr.
- Sirkus Ananas, félagasamtök, Sumar sirkus, 200.000 kr.
- Edda Lilja Guðmundsdóttir, Garnival, 100.000 kr.
- Foreldrafélag Hvaleyrarskóla, Hátíð á Holtinu, 100.000 kr.
- Helena Björk Jónasdóttir, Balletstyrkur, , 100.000 kr.
- Jessica Anne Chambers, Prinsessur Easter Egg Hunt, 100.000 kr.
- Trausti Dagsson, Svörður, 100.000 kr.
- Þórður H Hilmarsson, Samtónleikar karlakórsins Þrasta og Karlakórsins Svana í Hafnarfirði, 75.000 kr.