Hæsta tilboði hafnað í Ásvelli 3

Nesnúpur íhugar kæru og telur rökstuðning fyrir höfnun vanta

Hafnarfjarðarbær hefur úthlutað Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars hf. (BYGG) lóðinni Ásvellir 3, en lóðin var hluti af íþróttasvæði Hauka.

Á lóðinni má byggja allt að 110 íbúðir í fjölbýli.

Tíu tilboð bárust í lóðina, frá 564 milljónum kr. til 1.325,5 milljónum kr.

BjóðandiTilboðsupphæð
Nesnúpur ehf.1.325.500.000
Byggingafélag Gylfa og Gunnars hf.1.277.000.000
Þ.G. Verktakar ehf.1.144.140.815
Glaðsmíði ehf.1.105.100.000
Vetrarfell ehf.981.270.000
Fjarðarmót ehf.830.000.000
Boxhus ehf.756.000.000
HMH ehf.729.500.000
Húsvirki ehf.654.000.000
Nýmót ehf.564.000.000

Nesnúpur ehf. átti hæsta tilboðið en því var þó ekki tekið þrátt fyrir að standast allar kröfur skv. fjárhagslegri greiningu á umsækjendum. Aðeins fjórir bjóðendur stóðust allar kröfur. Í þessari greiningu er krafa um staðfestingu á fjármögnun, flekklausa byggingarsögu, áritaða ársreikninga, jákvætt eigið fé, tilboð yfir markaðsvirði og veltu yfir 900 millj. kr.

BYGG bauð 1.277 milljónir kr., 48,5 milljónum lægri en Nesnúpur.

Bygging knatthúss á Ásvöllum er nú í umhverfismati en skv. því er valkostur 2, staðsetning hússins skv. fyrri áætlunum en það skarast á við íbúðabyggðina sem ekki gæti risið fáist ekki að flytja staðsetningu knatthússins að útjaðri lóðar Hauka, rétt við Ástjörnina. Ekki er að sjá í gögnum sem Hafnarfjarðarbær hefur afhent að neinir fyrirvarar séu gerði eða fyrirhugaðir í úthlutun lóðarinnar.