Göngum lengra í Hafnarfirði – Setjum X við D !??

Fólk skemmtir sér yfir meinlegri villu í auglýsingu stjórnmálaflokks

Facebook auglýsing VG

Stundum getur hamagangurinn verið heldur mikill í kosningabaráttunni og baráttuglatt markaðsfólk ekki alltaf að átta sig á raunveruleikanum.

Keyptar Facebook auglýsingar VG vekur þó kátínu hjá mörgum í dag þar sem yfirskriftin er: „Göngum lengra í Hafnarfirði. [grænt hjarta] Setjum X við D!”

Gárungar segja þarna að rétta eðlið sé komið fram og vísa til samtarfs VG og Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn.

Ummæli

Ummæli