fbpx
Þriðjudagur, október 8, 2024
HeimFréttirGönguleið í gengum Stekkjarhraunið verður lagfærð og upplýst

Gönguleið í gengum Stekkjarhraunið verður lagfærð og upplýst

Gönguleið margra íbúa að strætó lengdist verulega við nýlegar breytingar

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 9. september sl. var kynnt kostnaðaráætlun við að laga og lýsa gönguleiðina í gegnum Stekkjarhraun. Ekki kom fram í fundargerð hver kostnaðurinn væri. Var á fundinum lagt fram bréf til Strætó bs. varðandi breytingar á leiðarkerfinu en það bréf er heldur ekki látið fylgja með í fundargerðinni en verulegur skortur er á að nauðsynleg fylgigögn séu með fundargerðum ráðsins.

Líklegt er að göngustígurinn sem laga á sé sá sem liggur syðst í hrauninu, frá Klettahlíð og yfir hraunið stystu leið.

Samþykkti ráðið að láta lagfæra göngustíg í gegnum Stekkjahraun í samræmi við framlagt minnisblað, sem heldur ekki var látið fylgja með fundargerðinni.

Ástæða lagfæringarinnar er greinilega að stytta gönguleið fjölmargra Setbergsbúa sem nú þurfa að fara að Mosahlíðinni til að komast að næst biðstöð Strætó en hringakstur eftir Hlíðarbergi hefur lagst af og nú ekur leið 19 aðeins um Hlíðarberg frá hringtorginu við Hamraberg og að Klettahlíð

Græna leiðin er leið 19 sem nú ekur aðeins um hluta af Hlíðarbergshringnum.

„Jafnframt er sviðinu falið að óska eftir breytingum á leið 1 og flex þjónustu í Hellnahrauni við stjórn Strætó bs,“ segir svo í lok lok 2. liðar fundargerðar ráðsins undir yfirskriftinni Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði. Hvaða breytingar það eru kemur ekki fram í fundargerðinni.

Kort af stígnum. – Úr minnisblaði

Uppfært: Formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs sendi Fjarðarfréttum minnisblaðið um stíginn sem er 190 m langur og liggur styðstu leið yfir hraunið syðst, gegnt Klettahlíð. Er reiknað með að stígurinn verði 2 m á breidd.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2