fbpx
Fimmtudagur, júní 13, 2024
HeimFréttirGömlu myndirnar - Rafveitan

Gömlu myndirnar – Rafveitan

Rafveita Hafnarfjarðar var lengi blómlegt fyrirtæki en var síðan sameinað Hitaveitu Suðurnesja, eða öllu heldur var það selt og innlimað í Hitaveitu Suðurnesja.

Aðsetur Raveitunnar var að Hverfisgötu 35 þar sem nú hefur verið byggt stórt fjölbýlishús.

Margir hafa unnið á Rafveitunni, þó þar hafi sennilega frekar lítil starfsmannavelta og margir störfuðu þar í tugi ára. Minnast menn margra starfsmanna þar og má þar nefna Einar Krýsvíking sem gróf skurði með haka og skóflu og fannst lítil þörf á að nota skurðgröfu. Einnig má nefna Lauga tangó, Lárus Gamalíelsson, Svenna Bogg, Albert J. Kristinsson, Hörð Hallbergsson og fl. en enginn þessara eru lengur á meðal okkar.

Sumarstarfsmenn hafa verið margir enda bættust alltaf góður hópur við á hverju sumri.

Gísli Jónsson rafveitustjóri með kvikmyndavélina á lofti í starfsmannaferð Rafveitunnar.

En hann Birgir Dagbjartsson rafvirki er það svo sannarlega en hann vann lengi á Rafveitunni en hann má sjá á myndinni hér að ofan en þessar myndir tók Gísli Jónsson 1965 eða 1966 þegar var verið að setja upp götuljós við Fjarðargötuna sem þá var líklega nýbúið að malbika. Gísli var rafveitustjóri 1961-1969.

Á Fjarðargötunni, í körfunni er Hörður Hallbergsson, á pallinum stendur Laugi tangó, sá sem bendir er Albert J. Kristinsson og framan við hann stendur Gunnar Torfason. – Ljósmynd: Gísli Jónsson.
Laug tangó á vörubílspallinum. Nýja bílastöðin og Bæjarútgerðin í bakgrunni. – Ljósmynd: Gísli Jónsson.
Á gatnamótum Reykjavíkurvegar, Strandgötu, Vesturgötu og Fjarðargötu. Nafn vantar. – Ljósmynd: Gísli Jónsson.
Svenni Bogg, Sveinn Borgþórsson við frambyggða rússajeppann sem Rafveitan átti. – Ljósmynd: Gísli Jónsson.
Albert J. Kristinsson. – Ljósmynd: Gísli Jónsson.
Hðrður Hallbergsson. – Ljósmynd: Gísli Jónsson.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2