fbpx
Fimmtudagur, desember 12, 2024
target="_blank"
HeimFréttirForeldrafélag Hvaleyrarskóla hlaut samfélagsstyrk Krónunnar

Foreldrafélag Hvaleyrarskóla hlaut samfélagsstyrk Krónunnar

Krónan valdi nýlega þrettán samfélagsverkefni víða um land sem Krónan styrkir á þessu ári til góðra verka.

Í Hafnarfirði hlaut Foreldrafélag Hvaleyrarskóla samfélagsstyrk til kaupa á Pannavelli á skolalóðina. Pannavöllur er lítinn átthyrndur fótboltavöllur þar sem hægt er að spila hraðan og skemmtilegan fótboltaleik, einn á móti einum. Pannavellir eru til þess fallnir að auka áhuga barna á hollri hreyfingu, meðal annars vegna hentugrar stærðar vallarins.

Samfélagsstyrkir Krónunnar

Krónan valdi nýlega þrettán verkefni víða um land sem hljóta samfélagsstyrk Krónunnar í ár en á hverju hausti eru valin verkefni úr fjölda umsókna, sem hljóta styrkinn. Langflest þeirra eru staðsett utan höfuðborgarsvæðisins, en eiga það öll sameiginlegt að stuðla að jákvæðum áhrifum á uppbyggingu í nærsamfélögunum á þeim þéttbýlisstöðum þar sem Krónan er til staðar.

Verkefnin eiga það einnig sameiginlegt að ýta undir umhverfisvitund eða aukna lýðheilsu í formi áherslu á hollustu og/eða hreyfingu þar sem sjónum er einkum beint að ungu kynslóðinni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2