fbpx
Mánudagur, janúar 17, 2022

Fengu hluta af 90 milljónum Svandísar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra úthlutaði í gær styrkjum úr Lýðheilsusjóði til fjölbreyttra verkefna á svið i geðræktar, næringar, hreyfingar og tannverndar, auk áfengis-, vímu- og tóbaksvarna. Alls bárust 247 umsóknir í sjóðinn. Upphæðir styrkja til einstakra verkefna nema á bilinu 125.000 krónum upp í þrjár milljónir króna til þeirra verkefna sem hlutu hæstu styrkina.

Meginmarkmið Lýðheilsusjóðs er að stuðla að heilsueflingu og forvörnum ásamt því að styrkja lýðheilsustarf í samræmi við markmið laga um landlækni og lýðheilsu. Úthlutað hefur verið úr sjóðnum frá árinu 2012 en undanfari hans var Forvarnasjóður sem settur var á fót árið 1995 og starfræktur þar til nýr sjóður; lýðheilsusjóður varð til við sameiningu Lýðheilsustöðvar og Embættis landlæknis árið 2011.

Nokkrar hafnfirskar umsóknir hlutu brautargengi:

  • Menningarfélag Hafnarfjarðar fékk 500.000 kr. í verkefnið Fyrirpartíið.
  • Heilsueflandi Hafnarfjörður fékk 300.000 kr. í verkefnið Útilífsmiðstöð Hafnarfjarðar.
  • Hafnarfjarðarbær fékk 300.000 kr. í verkefnið Virkni jaðarhópa.
  • Smáralundur fékk 125.000 kr. í verkefnið Núvitund í leikskólastarfi.

Hæstu úthlutunina hlaut SÁÁ sem fékk 3 milljónir kr. í verkefnið Sálfræðiþjónusta fyrir alkóhólista. Næst hæstu styrkina fékk Núvitundarsetrið fyrir verkefnið Innleiðing núvitundar í grunnskóla – árangursmæling og Rannóknarstofa í tómstundarfræðum fyrir vekefnið Þáttaka Íslands í alþjóðlegum rannsóknum á heilsu og líðan unglinga. Fengu þessir aðilar 2,5 milljónir hvor.

 

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,319AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar