fbpx
Laugardagur, október 5, 2024
HeimFréttirFélög fá hlutdeild í kaupverði félagsmanna hjá Flügger

Félög fá hlutdeild í kaupverði félagsmanna hjá Flügger

Flügger liti veitir afslátt og félög kaupendanna njóta líka góðs

Í síðustu viku afhenti Flügger litir þrjár styrktarávísanir til félaga í Hafnarfirði, Félags eldri borgara, FH bakhjarla og Hauka í horni.

„Við erum afar stolt af því að geta styrkt góð málefni og hversu ánægðir Hafnfirðingar eru með þennan möguleika,“ segir Elín Ólafsdóttir, sölu- og mannauðsstjóri hjá Flügger litum.
Félögin eru öll meðlimir í Flügger Andelen verkefninu (Flügger hlut­deildin) sem snýst um það að stuðnings­aðilar þessara félaga fá afslátt hjá versluninni þegar þeir þurfa að fram­kvæma heima hjá sér. Flügger endur­greiðir þeirra félögum svo 5% af öllum þeirra kaupum yfir eitt almanaks­ár.

Segir Elín þetta hafa verið afar skemmtilegan dag og mikil ánægja sé með verkefnið sem sé nýtt af nálinni hjá Flügger litum.

Elín frá Flügger og Garðar, sölu- og markaðsstjóri knattspyrnudeildar FH.
Elín frá Flügger, Valgerður formaður og Þorsteinn gjaldkeri Félags eldri borgara í Hafnarfirði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2