fbpx
Föstudagur, mars 29, 2024
HeimFréttirEldur í Drífu GK 100 í Flensborgarhöfn

Eldur í Drífu GK 100 í Flensborgarhöfn

Tveir menn voru um borð en sluppu ómeiddir

Eldur kom upp í Drífu GK 100 þar sem það lá við bryggju í Flensborgarhöfn í hádeginu. Tveir menn voru um borð og sakaði þá ekki. Drífa er 96 brúttólesta fjölveiðiskip, stálskip smíðað árið 1956 og gert út af ISC Seafood ehf. í Hafnarfirði. Það hefur undanfarið verið að sæbjúgnaveiðum.

Tveir slökkvibílar, stigabíll og sjúkrabíll komu fljótt á staðinn en mjög fljótlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Reykkafarar fóru um borð en mikill reykur var í skipinu.

Fjarðarfréttir hefur ekki vitnesku um eldsupptök né um skemmdir.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2