Komið er í sölu dagatal til styrktar Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar vegna jólastyrks fyrir efnaminni fjölskyldur.
Það er Pétur H. Hansen sem gefur dagatölin út í samstarfi við Mæðrastyrksnefnd. Á hverjum mánuði er birt gömul mynd úr Hafnarfirði og við hlið hennar er ný mynd tekin á svipuðum stað og gamla myndin var tekin.
Allur ágóði (1.000 krónur) rennur til styrktar Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar en verð dagatalanna er 2.000 kr. Öll vinna við framleiðsluna er gefin.
Þær verslanir sem nú þegar eru með dagatölin til sölu eru:
- Carter, Kona og Skóhöllin Firði
- Súfistinn, Litla Hönnunarhúðin og Lilja Boutique, Strandgötu
- Dalakofinn, Linnetsstíg
Hvetur Pétur verslanir í Hafnarfirði til að leggja þessu lið með því að hafa dagatölin til sölu í sinni verslun og hvetur einnig fyrirtækjaeigendur í Hafnarfirði til að leggja þessu verkefni lið með því að kaupa eitt dagatal fyrir hvern starfsmann. Pantanir eru mótteknar hjá: petur@marko.is