fbpx
Föstudagur, febrúar 23, 2024
HeimFréttirBregðast við mótmælum og lækka fasteignaskatt

Bregðast við mótmælum og lækka fasteignaskatt

Eigendur íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði munu á næstunni fá sérstaka viðbótarlækkun á fasteignasköttum miðað við áður útgefna álagningu.

Verður álagningarprósenta fasteignaskatts á þessu ári lækkuð úr 0,246% í 0,223%.

Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ er þetta sagt til þess að koma til móts við hækkun fasteignamats. Þetta sé í samræmi við fyrri ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að lækka fasteignagjöld að meðaltali í bænum til mótvægis við hækkun fasteignamats, að teknu tilliti til verðlagsþróunar.

„Í framhaldi af útsendingu álagningar fasteignagjalda í byrjun árs kom í ljós að útreikningar reyndustu ekki réttir, þannig að markmið með lækkun fasteignagjalda skilaði sér ekki að fullu til íbúa.“

Þetta er sagt verða leiðrétt og eigendur íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði fái að fullu að njóta lægri fasteignagjalda á þessu ári í samræmi við loforð meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar.

„Við ákváðum að lækka álagningu fasteignagjalda í Hafnarfirði verulega til þess að koma til móts við umtalsverða hækkun fasteignamats,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í tilkynningu.

Hækkar þá um 10,6% á milli ára

Við þessa lækkun á álagningu ætti hækkun fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði þá að vera um 10,6% að jafnaði miðað við að fasteignamat hafið hækkað um 22% að jafnaði.

Hins vegar kemur fram í svari við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar í bæjarráði að tekjur af fasteignaskatti muni aukast um 15,6% á síðasta ári og tekjur af lóðarleigu um 24,8%.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2