Laugardagur, apríl 19, 2025
HeimFréttirBein útsending frá álftahreiðri á hólmanum í Læknum

Bein útsending frá álftahreiðri á hólmanum í Læknum

Álft hefur komið sér upp hreiðri í hólmanum í Hamarskotslæknum neðan við Hörðuvelli og verpt þar 4 eggjum í hreiðrið. Hólminn er frekar gróðurlaus en er þakinn hvannarót á sumrin. Hafði öndin dregið til sín talsvert af mold í hreiðrið en aðstandendur Project Henry  færðu henni hey fyrir hreiðrið.

Nú eru 36 dagar síðan fyrst var vitað af hreiðrinu og 32 dagar síðan vitað var af eggjum í því. Útungunartími álftareggja er 33-35 dagar svo nú má fara að búast við að ungar fari að sjást í hreiðrinu.

Guðmundur Fylkisson, upphafsmaður Project Henry, sem hafði það að markmiði að hjálpa fuglum á Læknum að koma upp ungum og huga að velferð þeirra, hefur látið koma upp myndavél sem sendir beint út frá hreiðrinu og má fylgjast með útsendingunni á forsíðu Fjardarfrettir.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2