fbpx
Föstudagur, desember 8, 2023
HeimFréttirBanaslys á Ásvöllum

Banaslys á Ásvöllum

Átta ára drengur lést í umferðarslysi á Ásvöllum síðdegis í gær.

Tilkynning um slysið barst kl. 17.10 og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang, en slysið varð við Ásvelli, við bifreiðastæði á milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka.

Drengurinn var þar á reiðhjóli þegar hann varð fyrir steypubíl.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2