fbpx
Laugardagur, október 5, 2024
HeimFréttirBæjarráð vill láta óháðan aðila fara yfir fjármál FH

Bæjarráð vill láta óháðan aðila fara yfir fjármál FH

Bæjarráð samþykkti í gær tillögur eftirlitsnefndar með fjármálum íþróttafélaganna að Hafnarfjarðarbær leiti til óháðs aðila til þess að fara yfir fjármál FH til að tryggja rekstur félagsins til framtíðar og meta virði knatthússins Skessunnar m.t.t. byggingarkostnaðar hússins og rekstur þess til framtíðar.

Þá var samþykkt að Hafnarfjarðarbær verði við því erindi FH að greiða til félagsins sem svarar andvirði þeirra reikninga sem eru til greiðslu frá nóvember 2023 til janúar 2024 og verði þessar greiðslur hluti af fyrirhuguðum lokasamningi á milli FH og Hafnarfjarðarbæjar vegna knatthússins Skessunnar.

Allar greiðslur Hafnarfjarðarbæjar verða greiddar samkvæmt reikningum sem FH hefur tilgreint í erindi sínu til bæjarráðs og komnir eru á gjalddaga/eindaga. Í samþykktinni segir að ekki sé heimilt að nota greiðslu Hafnarfjarðarbæjar til greiðslu annarra skuldbindinga FH. Hámarksgreiðsla í hverjum mánuði verður skv. greiðsluáætlun sem FH hefur lagt fram og til þeirra aðila sem taldir eru upp í greiðsluáætluninni.

FH vildi afturvirkan leigusamning eða að Hafnarfjarðarbær kaupi Skessuna

Í greinargerð með tillögunni sem lögð var fram í bæjarráði í gær, 21. nóvember kom fram að Hafnarfjarðarbær hafi óskað eftir því að eftirlitsnefnd með fjármálum íþróttafélaga skoðaði fjármál Fimleikafélags Hafnarfjarðar (FH) vegna beiðni þeirra um að annað hvort yrði gerður afturvirkur leigusamningur sem gerir félaginu kleift að standa undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum eða þá að Hafnarfjarðarbær kaupi Skessuna af félaginu.

Nefndin lagði til að óháður aðili yrði fenginn til þess að fara yfir fjármál FH til að tryggja rekstur félagsins til framtíðar og virði knatthússins Skessunnar m.t.t. byggingarkostnaðar hússins og rekstri þess til framtíðar. Þessi aðili myndi síðan koma með greiningu á áhrifum þess ef bærinn keypti knatthúsið, gerði afturvirkan leigusamning eða eitthvað annað s.s. kaupleigu og rökstudda tillögu til bæjarráðs varðandi hvaða leið skuli fara varðandi beiðni FH.

Þar sem greining óháðs aðila á fjármál FH og virði knatthússins mun taka einhvern tíma í vinnslu, þá sendi FH bæjarráði erindi, þann 14. nóvember sl., þar sem FH óskaði eftir því að Hafnarfjarðarbær greiði FH kr. 120.331.000,- sem innágreiðslu á væntanlegan samning um knattspyrnuhúsið Skessuna. Með þeirri beiðni fylgdi yfirlit yfir fjárstreymi vegna Skessunnar 2020 til 2023 og yfirlit viðskiptaskulda og greiðsluáætlun FH sem til hafa orðið vegna Skessunnar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2