fbpx
Sunnudagur, september 8, 2024
HeimFréttirAtvinnulífRobbi í Carter hefur klippt Hafnfirðinga í 35 ár

Robbi í Carter hefur klippt Hafnfirðinga í 35 ár

Hársnyrtistofan Carter er eini þjónustuaðilinn sem hefur verið með frá upphafi í Firði
Róbert Sævar Magnússon hársnyrti­meistari opnaði Hársnyrtistofuna Carter þegar verslunarmiðstöðin Fjörður var opnuð. Hét verslunarmiðstöðin þá reyndar Miðbær en því nafni var fljót­lega breytt.

Carter er eini þjónustuaðilinn í verslunarmiðstöðinni sem hefur verið þar frá upphafi eða í 27 ár föstudaginn 26. nóvember.

Síðan þá hefur Róbert fengið viður­nefnið Robbi í Carter sem honum líkar vel við að sögn.
„Ég byrjaði að klippa 18 ára gamall sem nemandi hjá Gunnari Árnasyni í Hárstofunni á Geldingastöðum eins og gárungar kölluðu litlu verslunar­mið­stöðina við Reykjavíkurveg,“ segir Róbert sem lauk sveinsprófi 1990 og fékk meistararéttindi 1993.

„Ég vissi að þarna yrði samþjappaður hópur eins og á Reykjavíkurveginum,“ sagði Róbert þegar hann var spurður hvernig tilfinning hafi verið að opna í þessari nýju verslunarmiðstöð í mið­bænum. „Það varð þó ekki vegna stærð­ar en rosalega gaman og mikil stemming. Það hefur verið mjög gaman að vera hluti af þessum stóra hóp og það myndaðist síðar fjölskyldu­stemm­ing.“

Fyrsti kúnninn í Carter var Ágúst leigubílstjóri og frá þeim tíma hefur Róbert enga tölu á fjölda þeirra sem hann hefur klippt.

Ágúst leigubílstjóri var fyrsti viðskiptavinur Róberts í Carter.

„Hártískan hefur farið í 2-3 hringi síðan þá með stallaklippinguna, sítt að aftan en þó hefur tískan verið nokkuð fjölbreytt og núna er sk. skinfit vin­sælast en er þó að dala,“ segir Róbert aðspurður um breytingu á hártískunni. Segir hann að eðlilega hafi hans við­skiptavinir elst en hann sé líka að klippa þriðju kynslóð viðskiptavina.

Starfmenn hafa að jafnaði verið fimm með 6 stóla. Nú eru þau þrjú og bætist sennilega við eftir áramótin.

Hann segir það að fara til hársnyrtis sé fyrir marga hluti af kúltúr og segir að það sé inn að fara til hársnyrtis í dag.

Róbert ætlar að halda upp á afmælið og tekur á móti gömlum og nýjum viðskiptavinum með veigum og með því og ætlar hann að bjóða þeim sem láta hann klippa sig 25% afslátt í dag, föstu­dag og laugardag.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2