fbpx
Miðvikudagur, febrúar 21, 2024
HeimFréttirAtvinnulífNýir eigendur hafa tekið við Efnalauginni Glæsi

Nýir eigendur hafa tekið við Efnalauginni Glæsi

Taka við góðu búi og vilja veita Hafnfirðingum áfram góða þjónustu

Efnalaugin Glæsir á sér sögu aftur til 1936 þegar hún var í Hafnarstræti. Var fyrirtækið síðan með starfsemi á nokkrum stöðum og m.a. í Hafnarfirði. Fluttist fyrirtækið að Bæjarhrauni 4 árið 1996 og hefur verið þar síðan.

Í september sl. urðu breytingar er Guðjón Sigurðsson seldi fyrirtækið til hjónanna Lanilyn Galo Secuya og Einars Halldórssonar.

Í samtali við Fjarðarfréttir sagði Guðjón að þau hjónin hafi verið að leita að fjölskyldufyrirtæki og sáu efna­laugina auglýsta. Hún var vel tækjum búin með góðan hóp við­skiptavina og sáu þau gott tækifæri til að þjónusta Hafnfirðinga vel.

Systurnar Lanilyn Galo Secuya og Anna Mae Secuya við fullkomna umhverfisvæna þurrhreinsivél.

Það er Lanilyn sem sér um daglegan rekstur ásamt systur sinni Önnu Mae Secuya en Einar sér um bókhald og fl. Reksturinn skiptist nokkuð að jöfnu á milli þurrhreinsunar og þvotta en viðskiptavinir eru bæði einstaklingar og fyrirtæki. Segja þau nokkuð um að fjölskyldur láti hreinsa fatnað vegna ofnæmis en þau leggja áherslu á góða þjónustu og vönduð vinnubrögð.

Þau hreinsa sængur, m.a. dúnsængur, og bjóða þau fólki upp á að koma með þær að morgni og sækja að kveldi en opið er alla virka daga kl. 8-18.

Skyrtuþvottur nýtur mikilla vinsælda hjá Glæsi.

Fyrri eigandi, Guðjón, hefur að þeirra sögn verið mjög áhugasamur að hjálpa þeim og leiðbeina og segjast þau vilja halda hans góða starfi áfram sem allir hafi verið ánægðir með.

skyrtur

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2