fbpx
Mánudagur, janúar 17, 2022

Krónan opnar nýja verslun við Norðurhellu í haust

Krónan mun opna nýja verslun að Norðurhellu 1 í haust. Framkvæmdir eru í fullum gangi og stefnt er að opnun seint í ágúst ef áætlanir standast.

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.

„Verslunin verður svipuð og verslun Krónunnar á Akrabraut í Garðabæ. Við hlökkum mikið til að byrja að þjónusta fleiri íbúa í Hafnarfirði enda höfum við fengið góðar viðtökur við verslunum okkar bæði við Flatahraun og Hvaleyrarbraut,“ segir Gréta María Grétarsdóttir forstjóri Krónunnar í samtali við Fjarðarfréttir.

Alls rekur Krónan 20 Krónuverslanir, þar af 14 á höfuðborgarsvæðinu.

Verslun Krónunnar verður á Norðurhellu 1 á móts við Hellnatorg og Engjavelli. Verður verslunarrými um 1.500 m² en lóðin er um 6.700 m²,

Ummæli

Ummæli

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,319AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar