fbpx
Laugardagur, september 7, 2024
HeimFréttirAtvinnulífHildur Jóna nýr rekstrarstjóri hjá knattspyrnudeild FH

Hildur Jóna nýr rekstrarstjóri hjá knattspyrnudeild FH

Hildur Jóna Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri knattspyrnudeildar FH og hefur hún þegar tekið til starfa. Tekur Hildur  við flestum þeim verkefnum sem Birgir Jóhannsson fráfarandi framkvæmdastjóri hefur áður sinnt. Hildur mun samhliða starfi sínu sem rekstrarstjóri einnig sinna verkefnum fyrir aðalstjórn FH.

Hildur er mikill íþróttaáhugamaður og þekkir hún knattspyrnudeildina vel í gegnum störf sín sem varaformaður knattspyrnudeildar undanfarna mánuði. Hildur er viðskiptafræðingur að mennt en stundar núna MBA nám samhliða starfi sem ljúka mun núna á vormánuðum. Hún hefur undanfarin 11 ár starfað hjá Vátryggingarfélagi Íslands þar af síðustu 9 ár sem deildarstjóri og forstöðumaður. Í þeim störfum hefur hún borið ábyrgð á ýmsum rekstrartengdum verkefnum sem dæmi vöruþróun, afkomu einstaklingstrygginga, áhættumati og útgáfumálum svo eitthvað sé nefnt.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2