fbpx
Fimmtudagur, júní 13, 2024
HeimFréttirAtvinnulífFótboltakona og lögfræðingur hefur opnað barnafataverslunina Mo Mama

Fótboltakona og lögfræðingur hefur opnað barnafataverslunina Mo Mama

Nadía Atladóttir hefur opnað barnafataverslunina Mo Mama að Linnetsstíg 3.

Verslunin er í litlu húsnæði við hlið Blómabúðarinnar Burkna, elstu verslun bæjarins, þar sem fallegum fatnaði hefur verið komið haganlega fyrir.

Verslunin að Linnetsstíg 3

Að sögn Nadíu stofnaði hún, ásamt Arnari Frey Ársælssyni, vefverslun með barnafatnað í lok árs 2020 en þegar húsnæði losnaði við Linnetsstíg var henni boðið að opna þar verslun.

Verslunin býður upp á fatnað fyrir 0-6 ára börn auk þess að bjóða upp á leikföng, tuskudýr, koddastafi og fl. Segir hún að fatnaðurinn komi frá Danmörku, Þýskalandi og Suður Kóreu. Td. fær hún frá Danmörku vandaðan útifatnað frá Liewood, ullarföt frá Engel Natur í Þýskalandi og falleg föt frá Monbebe og Pee Ka Boo í Suður Kóreu.

Segir hún viðtökurnar hafi verið mjög góðar þó opnunartíminn sé ekki langur nú í byrjun.

Verslunin er opin miðvikudaga til föstudaga kl. 14-17 og laugardaga kl. 12-15. Reiknar hún þó með að lengja opnunartímann í desember en annars er vefverslunin alltaf opin á momama.is

Það hefur reyndar sínar ástæður því hún er í mastersnámi í lögfræði sem taki töluvert af hennar tíma. Þá leikur hún með bikarmeisturum Víkings í knattspyrnu svo nóg er að gera hjá þessari 24 ára athafnakonu.

Hún á ekki langt að sækja kraftinn en hún er barnabarn Helga Vilhjálmssonar í Góu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2