fbpx
Miðvikudagur, maí 22, 2024
HeimFréttirAtvinnulífByggt á Suðurgarðinum

Byggt á Suðurgarðinum

Stálgrindarhús hefur risið á Suðurgarðinum. Að vísu ekki á hafnargarðinum sjálfum heldur utan við hann á landfyllingu. Margir muna þegar Suðurgarðurinn var áberandi í ásýnd hafnarinnar og utan við hann var Atlantshafið. Nú eru þar miklar landfyllingar og hafnarsvæði, skipakvíar, bátasmiðja, gróðurhús og geymslusvæði.

Það er fyrirtækið Kat ehf. sem reisir þarna húsnæði fyrir löndunarþjónustu, ísframleiðslu og aðstöðu fyrir fiskmarkað en lóðin er við Hafnargötu 1. Ekki kemur fram í afgreiðslu byggingarfulltrúa hversu stórt húsið er en teikningar að húsinu eru ekki aðgengilegar í kortagátt bæjarins.

Svo virðist sem aukin umsvif séu að aukast á hafnarsvæðinu en margar lóðir hafa staðið tómar eða eru notaðar sem almennt geymslusvæði. M.a. er verið að byggja um 3.000 m² húsnæði að Óseyrarbraut 25 undir smíði trefjaplastbáta en þangað eru Víkingbátar að flytja starfsemi sína.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2