71% ungmenna 6-18 ára nýta frístundastyrk Hafnafjarðarbæjar í íþrótta- og tómstundastarf.
Þetta kemur fram í samantekt Tinnu Dahl Christiansen, hjá íþrótta- og tómstundasviði Hafnarfjarðarkaupstaðar um niðurgreiðslur 2019-2024.
Þar kemur fram að meðalstyrkur á barn sé 45.534 kr. en heildarkostnaður árið 2024 var 177,6 milljónir kr. og hefur hækkað um 12,3% frá 2019 en þá nýttu 69% aldurshópsins frístundastyrkinn.
Alls nýttu 5.487 börn styrkinn en 3.901 nýtti sér ekki frístundastyrkinn.

Nýting mismunandi eftir aldri
Nýtnihlutfallið er mest hjá 10 ára börnum þar sem 86,7% 10 ára barna nýta styrkinn og hjá börnum 6-13 ára nýta að meðaltali 79,8% frístundastyrkinn en svo með vaxandi aldri minnkar nýtingin og er lang minnst hjá 18 ára hópnum þar sem aðeins 28.3% nýta styrkinn.
Sjá má skýrsluna hér.