Mánudagur, apríl 21, 2025
HeimFréttir29% 6-18 ára nýta sér ekki frístundastyrkinn

29% 6-18 ára nýta sér ekki frístundastyrkinn

6-14 ára nýta sér styrkinn best

71%  ungmenna 6-18 ára nýta frístundastyrk Hafnafjarðarbæjar í íþrótta- og tómstundastarf.

Þetta kemur fram í samantekt Tinnu Dahl Christiansen, hjá íþrótta- og tómstundasviði Hafnarfjarðarkaupstaðar um niðurgreiðslur 2019-2024.

Þar kemur fram að meðalstyrkur á barn sé 45.534 kr. en heildarkostnaður árið 2024 var 177,6 milljónir kr. og hefur hækkað um 12,3% frá 2019 en þá nýttu 69% aldurshópsins frístundastyrkinn.

Alls nýttu 5.487 börn styrkinn en 3.901 nýtti sér ekki frístundastyrkinn.

Hlutfall barna sem nýtir sér frístundastyrkinn.

Nýting mismunandi eftir aldri

Nýtnihlutfallið er mest hjá 10 ára börnum þar sem 86,7% 10 ára barna nýta styrkinn og hjá börnum 6-13 ára nýta að meðaltali 79,8% frístundastyrkinn en svo með vaxandi aldri minnkar nýtingin og er lang minnst hjá 18 ára hópnum þar sem aðeins 28.3% nýta styrkinn.

Sjá má skýrsluna hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2