fbpx
Fimmtudagur, desember 12, 2024
target="_blank"
HeimFréttir240 milljónir úr Framkvæmdastjóði aldraðra í breytingar á Sólvangi

240 milljónir úr Framkvæmdastjóði aldraðra í breytingar á Sólvangi

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur úthlutað 495 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra til uppbyggingar í öldrunarþjónustu

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur úthlutað 495 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra til uppbyggingar í öldrunarþjónustu. Hæstu framlögin renna til endurgerðar hjúkrunarrýma á gamla Sólvangi í Hafnarfirði, 240 millj. kr. og til uppbyggingar þjónustumiðstöðvar við Sléttuveg í Reykjavík, 163 millj. kr.

Í Hafnarfirði styttist í að framkvæmdum ljúki við byggingu nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang með hjúkrunaríbúðum fyrir 60 íbúa sem eru nær jafnmörg rými og á gamla Sólvangi. Á liðnu ári leituðu forsvarsmenn Hafnarfjarðar til heilbrigðisráðherra og lýstu áhuga á því að nýta gamla húsnæðið til að fjölga hjúkrunarrýmum. Þörfin væri brýn, fjölgunin myndi styrkja rekstrarhagkvæmni hjúkrunarheimilis við Sólvang og nauðsynlegar endurbætur sem gera þarf á gamla húsnæðinu útheimti minna fjármagn en ef um nýbyggingu væri að ræða. Heilbrigðisráðherra féllst á erindið sem gerir kleift að fjölga hjúkrunarrýmum í bæjarfélaginu um 33.

Heilbrigðisráðherra gefur vilyrði fyrir 33 nýjum hjúkrunarrýmum á Sólvangi

Þessi fjölgun hjúkrunarrýma í Hafnarfirði fellur  undir átak stjórnvalda til uppbyggingar á þessu sviði og hefur fjármagn til reksturs þeirra verið tryggt. Framlag til Hafnarfjarðarbæjar úr Framkvæmdasjóði aldraðra vegna endurgerðar gamla Sólvangs nemur um 240 milljónum króna en þær snúast fyrst og fremst um að breyta fjölbýlum í einbýli og bæta aðstöðu til samræmis við nútímakröfur.

Aðrar úthlutanir úr Framkvæmdasjóði aldraðra að þessu sinni renna til smærri viðhaldsverkefna á hjúkrunarheimilum víðsvegar um landið, m.a. til Hrafnistu í Hafnarfirði til endurbóta á starfsmannaaðstöðu kr. 7,8 millj. kr.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2