Orgeltónleikar Guðmundar í hádeginu á þriðjudag

Guðmundur Sigurðsson leikur á bæði orgel Hafnarfjarðarkirkju á hádegistónleikum

Guðmundur Sigurðssonm, organisti Hafnarfjarðarkirkju, leikur verk eftir
Johann Sebastian Bach, Georg Böhm og Leif Solberg á bæði orgel Hafnarfjarðarkirkju kl. 12.15-12.45 á þriðjudaginn, 27. nóvember.

Guðmundur hefur staðið fyrir hádegistónleikum í Hafnarfjarðarkirkju einu sinni í mánuði yfir vetrartímann undanfarin ár og fengið til sín í kirkjuna bestu organista sem völ er á.

Nú stígur Guðmundur sjálfur á stokk og leikur á bæði orgel kirkjunnar, en Guðmundur hefur sýnt og sannað að hann er í hópi bestu orgaelleikara landsins.

Guðmundur stjórnar Barbörukórnum sem hann stofnaði árið 2008 auk þess sem hann hefur kennt orglleik við Tónlistarskólann í Hafnarfirði.