fbpx
Sunnudagur, apríl 14, 2024
target="_blank"
HeimÁ döfinniOpinn dagur í tónlistarskólanum á morgun

Opinn dagur í tónlistarskólanum á morgun

Bæjarbúar boðnir velkomnir

Opinn dagur verður í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar á morgun, laugardag. Er þessi dagur framhald af Degi tónlistarskólanna sem er 7. febrúar ár hvert og er helgaður Gylfa Þ. Gíslasyni fyrrum menntamálaráðherra sem kom fyrstur á lagasetningu um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla á Íslandi árið 1963. 

Í tilkynningu frá skólanum segir að líf og fjör muni einkenna daginn með frábærri dagskrá. Vonast starfsfólk skólans að sem flestir sjái sér fært um að líta við í skólanum og sjá og upplifa þverskurð af því kjarnastarfi sem tónlistarskólinn býður upp á.

Dagskrá

Kl. 10.00 – Hljóðfærakynning. Í framhaldi af því geta nemendur og gestir heimsótt kennslustofur og komist í návígi við þau hljóðfæri sem kennt er á.

Strengjasveit skólans spilar strax að lokinni hljóðfærakynningu á undan stofuflakki.

Kl. 12.30 – Nemendur úr Suzukideild spila

Kl. 13.00 – Sinfóníuhljómsveit skólans leikur ýmis lög en hljómsveitin er að fara í tónleikaferð til Færeyja þann 31. mars n.k.

Í skólanum er frábær gítarsveit sem kom fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á jólatónleikum í Eldborg í desember síðast liðinn og tók þátt í gítardeginum í Fella – og Hólakirkju.

Kl. 14.00 – Lúðrasveitir skólans leika á Torginu og blása hressileg og stórfalleg lög. Þar koma fram nemendur úr blásarafornámi og leika með A-sveit skólans þrjú lög sem hafa verið útsett fyrir þessa tónleika og einnig B-sveit skólans.

Kl. 14.30 – Nemendur söngdeildar stíga á stokk og syngja og skemmta gestum.  

Kl. 15.00 – Nemendur í rytmísku deild skólans syngja og leika djassstandarda og popplög.

Kl. 15.30 – Hinn stórfallegi og skemmtilegi flautukór skólans og aðrir flytjendur koma fram.

Kl. 16.00 – Dagskrá lýkur með almennum og fjölbreyttum tónleikum í Hásölum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2