Kosið verður um oddvita í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 7. febrúar og í prófkjöri Viðreisnar 17. janúar nk.
Þetta er ljóst eftir að Kristín María Thoroddsen, 3. bæjarfulltrúi D-lista, tilkynnti í dag að hún byði sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en áður hafði Skarphéðinn Orri Björnsson tilkynnt framboð sitt en hann tók við forystusæti í flokknum er oddviti hans Rósa Guðbjartsdóttir sagði af sér. Framboðsfrestur rennur út, sunnudaginn 4. janúar kl. 23.59.
Þá tilkynnti Karólína Helga Símonardóttir, varabæjarfulltrúi á nýársdag að hún byði sig fram í 1. sæti hjá Viðreisn en áður hafði oddviti flokksins Jón Ingi Hákonarson tilkynnt að hann byði sig fram til áframhaldandi forystu. Hjá Viðreisn verður aðeins kosið um tvö efstu sætin.
Viðreisn hefur jafnframt tilkynnt að tveir verða í framboði í 2. sæti, Þau Árni Stefán Guðjónsson og Hjördís Lára Hlíðberg. Árni Stefán var 3. á lista Viðreisnar í síðustu kosningum en Hjördís var ekki í framboði þá.





