Búið er að opna á ný gatnamótin Fjarðarhraun – Hólshraun, við Fjarðarkaup en gatnamótin hafa verið lokuð vegna framkvæmda frá 2. október sl.
Til stóð að opna þau 7. nóvember en verkið hefur tafist og voru gatnamótin opnuð nú í vikunni.
Þegar þetta er ritað er ennþá vinstri beygja bönnuð frá Hólshrauni að Fjarðarhrauni en búast við að gatnamótin verði opnuð að fullu á næstu dögum.
Hefur lokunin haft veruleg áhrif á Fjarðarkaup þar sem lokunin hefur verið mikil hindun á aðkomu viðskiptamanna.
Verkið er á vegum Veitna og Betri samgangna.




