Föstudagur, nóvember 21, 2025
HeimFréttirÍbúðir rjúka út í nýbyggingu Fjarðar

Íbúðir rjúka út í nýbyggingu Fjarðar

Á fyrstu fóru dögunum hafa níu íbúðir selst

Íbúðir á Strandgötu 26, í nýbyggingu Fjarðar, fóru formlega á sölu mánudaginn 29. september og hefur salan farið mjög vel af stað að sögn Guðmundar Bjarna Harðarsonar, framkvæmdastjóra 220 Fjarðar ehf.

„Á aðeins fjórum dögum hafa 9 íbúðir af 31 verið seldar,“ segir Guðmundur Bjarni sem er gríðarlega ánægður með viðtökurnar.

Segir hann að íbúðir af öllum stærðum og gerðum hafa selst en íbúðirnar frá 57 m² upp í 208 m² og fermetraverðið er frá 990 þús. kr. og upp í ca. 1,4 milljónir kr.

Að hans sögn hafa fasteignasalarnir aldrei séð önnur eins viðbrögð við sölu á nýbyggingum í Hafnarfirði og hafa jafnvel talað um ný viðmið í fasteignaverði í Hafnarfirði. Segir hann þessar glæsilegu íbúðir og staðsetning er fá brottflutta Hafnfirðinga aftur í bæinn og fólk sem er að sjá valkost við miðbæinn í Reykjavík.

„Íbúðirnar eru á besta stað í hjarta Hafnarfjarðar í göngufæri við alla helstu þjónustu og kannski ekki að undra þessar góðu viðbrögð,“ segir Guðmundur Bjarni og segir íbúðirnar vera með gólfsíðum gluggum og útsýni í allar áttar.

Þægindin sem fylgja íbúðunum eru ekki af verri endanum, íbúar geta gengið beint inn í Fjörð verslunarmiðstöð þar sem má finna alla helstu þjónustu. Ásamt því að Ljósleiðarinn mun nettengja allar íbúðir fyrir afhendingu og bjóða íbúðum fría internettenginu í tvo mánuði og hágæða netbeini þeim að kostnaðarlausu. Þá býður Betri stofan, á 7. hæð í Norðurturni, íbúðareigendum frían kvöldaðgang í tvo mánuði.

Sjá nánar á 220midbaer.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2