Föstudagur, nóvember 21, 2025
HeimFréttirHafnfirskir álfar í Ratleik Hafnarfjarðar

Hafnfirskir álfar í Ratleik Hafnarfjarðar

„Útivistin gerir mér ákaflega gott og svæðið sem ég hef séð og kynnst er fallegt og skemmtilegt. Og þá sakar ekki fróðleikurinn sem fylgir!,“ segir Jón Hálfdanarson sem var að ljúka við Ratleik Hafnarfjarðar.

Það getur stundum verið erfitt að finna ratleiksmerki þó þau ættu að blasa við. Skyndilega sjást þau þó og mörgum finnst eins og álfar hafi tekið þau.

Ekki hefur heyrst af þátttakendum sem hafa séð álfa en Jón tók mynd af ratleiksmerki við Víðistaðatún í fyrra. Þegar hann skoðaði myndina nánar sá hann að álfur heldur á merki númer 3.

„Þess vegna er ljóst að álfarnir taka líka þátt í leiknum og halda yfir honum verndarhendi! Álfarnir í Hafnarfirði hafa verið teiknaðir, en ég veit ekki til þess að þeir hafi áður náðst á ljósmynd,“ segir Jón í samtali við Fjarðarfréttir.

Ratleikur Hafnarfjarðar stendur enn yfir þó stuttur tími sé til stefnu því skila þarf úrlausnarspjöldum í Ráðhús Hafnarfjarðar í síðasta lagi 23. september.

Sjá nánar um ratleikinn hér og á Facebook hér.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2