Sumir bæjarbúar sáu ljósan rostung við Norðurbakkann í morgun sem synti inn í höfnina. Einn hélt fyrst að hann væri að sjá ísbjörn en áttaði sig strax á að svo var ekki.
Hann hefur svo synt út úr höfninni og lá í fjörunni á Álftanesi.
Rostungurinn er greinilega meiddur og jafnvel veikur og er mikilvægt að hann fái að vera í friði.




