Hafnarfjarðarbær hefur tilkynnt að allt að sjö daga töf sé á sorphirðu vegna veðurs og færðar.
Færð í húsagötum er víða mjög slæm, þykkir klakabunkar og ruðningar svo vart er hægt að mætast.
Íbúar eru hvattir til að leggja sitt að mörkum við að tryggja sorphirðu frá sínu húsi með því moka vel frá sorpgeymslum að lóðarmörkum og passa að tunnur séu ekki frosnar við jörðu. Ef aðgengi að tunnunum er ekki greiðfært eru tunnurnar ekki tæmdar fyrr en við næstu losun.
Grátunnan / orkutunnan er losuð á 14 daga fresti.
Blátunnan er losuð á 28 daga fresti.
Upplýsingar um losunardaga má finna hér. Ath. að bæta þarf allt að 7 dögum við áætlaðan losunardag.



