Kl. 9.30 var sett inn tilkynning á vef Hafnarfjarðarbæjar að opnað verði fyrir skólahald í leikskóla, frístund, tónlistarskóla og félagsmiðstöð kl. 13 á höfuðborgarsvæðinu.
Veðrið var miklu betra en spáð var en margir sátu fastir heima þar sem tilkynnt hafði verið í gær að lokað yrði í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar.
Sundlaugar, íþróttamannvirki og Bókasafn opna kl. 12 eins og gert hafði verið ráð fyrir
Búast má við einhverri skerðingu á heimaþjónustu, seinkun er á opnun vinnustaða fatlaðs fólks og röskun á ferðaþjónustu fatlaðs fólks.



