fbpx
Fimmtudagur, desember 12, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanGerum góðan bæ enn betri

Gerum góðan bæ enn betri

Davíð Arnar Stefánsson, Ólöf Helga Adolfsdóttir, Anna S. Sigurðardóttir og Árni Matthíasson skrifa

Kæri Hafnfirðingur. Við sem skipum lista Vinstri grænna í Hafnarfirði brennum fyrir því að gera góðan bæ enn betri. Grunngildi okkar byggja á félagshyggju, jöfnuði og réttlæti og umhverfis- og náttúruvernd. Við komum úr ólíkum áttum, með fjölbreyttan bakgrunn og ólíka reynslu sem endurspeglar okkar fjölbreytta samfélag í Hafnarfirði og í þeim anda viljum við vinna.

Gerum Hafnarfjörð að fyrirmynd í loftslagsmálum

Nauðsynlegt er að grípa til beinna aðgerða strax í loftslagsmálum með skýrri stefnu um sjálfbæra nýtingu auðlinda, vernd og endurheimt vistkerfa og skilvirku hringrásarhagkerfi. Við viljum að allar byggingaframkvæmdir miði að því að fyrirbyggja mengun og lágmarka rask náttúru og lífvera. Átaks er þörf í vistvænum samgöngum, flýta þarf Borgarlínu og gera hjólreiðaáætlun fyrir bæinn auk þess sem tryggja þarf byggingu íbúða sem henta fyrstu kaupendum með stofnun óhagnaðardrifinna leigu- eða byggingafélaga að frumkvæði bæjarins.

Stofnum verk- og nýsköpunarmiðstöð ungs fólks

Leikskólinn á að vera gjaldfrjáls og lögbundið hlutverk sveitafélaganna og SMT kerfið valkvætt svo grunnskólar geti mótað sína stefnu sjálfir. Nauðsynlegt er að sálfræðingur sé í hverjum skóla og bæta þarf aðgengi að sérfræðingum inni í skólunum. Hlutverk ungmennahúsa á að vera lögbundið hlutverk sveitarfélaga og koma þarf á fót verk-og nýsköpunarmiðstöð ungs fólks.

Tryggjum öllum góða þjónustu

Nauðsynlegt er að efla og tryggja sjálfræði, sjálfstætt líf og samfélagsþátttöku fatlaðs fólks og annarra jaðarsettra hópa. Eins þarf að taka sérstaklega utan um fólk með fíknisjúkdóma með eftirfylgni og húsnæðislausnum. Samþætta þarf heimaþjónustu og heimahjúkrun eldra fólks og sjá til þess að þjónustan sé á þeirra forsendum.

Bætum aðstöðu fyrir menningar- og íþróttastarf

Tryggja þarf húsnæði fyrir leikhúsin í Hafnarfirði og bæta aðstöðu Brettafélags Hafnarfjarðar. Komum upp sjósundsaðstöðu í bænum og bætum aðstöðuna við Sundhöll Hafnarfjarðar.

Mikilvægt er að huga að rekstri bæjarins og teljum við farsælast fyrir bæinn að ráða framsýnan og faglegan bæjarstjóra í það verkefni.

Davíð Arnar Stefánsson,
landfræðingur, 1.sæti VG Hafnarfirði

Ólöf Helga Adolfsdóttir,
ritari Eflingar, 2.sæti VG Hafnarfirði

Anna S. Sigurðardóttir,
kennari og NPA aðstoðarkona, 3.sæti VG Hafnarfirði

Árni Matthíasson,
netstjóri
mbl.is, 4.sæti VG Hafnarfirði

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2