fbpx
Þriðjudagur, mars 5, 2024
HeimÍþróttirMaggý og Hilmar Örn eru íþróttamenn FH 2022

Maggý og Hilmar Örn eru íþróttamenn FH 2022

Aðalstjórn FH útnefndi í dag íþróttakarl og íþróttakonu félagsins fyrir árið 2022. Tilnefndingar komu frá frjálsíþróttadeild, handknattleiksdeild og knattspyrnudeild og var Maggý Lárentínusdóttir, knattspyrnukona, valin íþróttakona FH 2022 og Hilmar Örn Hilmarsson sleggjukastari var valinn íþróttakarl FH 2022.

Þorgeir Arnar Jónsson, varaformaður FH, stjórnaði hátíðinn, fór yfir afrek félagsins á árinu og kynnti þau sem tilefnd voru. Elsa Hrönn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri FH afhenti verðlaunin.

Fanney Þóra Þórsdóttir og Ásbjörn Friðriksson ásamt Þorgeiri, varaformanni FH.

Afrekskarl handknattleiksdeildar FH

Ásbjörn Friðriksson er fæddur árið 1988. Hann gekk til liðs við FH árið 2008 og hefur leikið með félaginu síðan, fyrir utan þegar hann lék í atvinnumennsku í Svíþjóð. Ásbjörn er mikill leiðtogi á velli og hefur stýrt sóknarleik FH liðsins í rúm 13 tímabil af mikilli festu. Ásbjörn er einn besti sóknarmaður Olísdeildar karla og hefur hlotið margar viðurkenningar í gegnum tíðina fyrir sýna frammistöðu. Auk þess að spila hefur Ásbjörn verið aðstoðarþjálfari FH-liðsins undanfarin ár.

Ásbjörn leik alla 22 leiki FH á síðasta tímabili og átti enn eitt frábæra tímabilið í FH-treyjunni. Hann skoraði 136 mörk og varð næst markahæsti leikmaður deildarinnar. Auk þess að vera með 6,2 mörk að meðaltali í leik var hann einnig með tæp fjögur sköpuð færi að meðaltali. Ásbjörn var valinn besti sóknarmaður Olísdeildarinar 2022 samkvæmt HB Statz, sem heldur utan um alla tölfræði fyrir HSÍ. Ásbjörn hefur haldið áfram af sama krafti það sem af er núverandi keppnistímabili og er nú sem áður einn allra besti leikmaður deildarinnar en FH situr í öðru sæti deildarinnar nú um áramót. Ásbjörn er mikil fyrirmynd yngri iðkenda félagsins og hefur sinnt fjölmörgum störfum innan barna- og unglingastarfs FH.

Ásbjörn var valinn leikmaður ársins hjá FH á síðasta keppnistímabili.

Afrekskona handknattleiksdeildar FH

Fanney Þóra Þórsdóttir er fædd árið 1994 og er uppalinn hjá Fimleikafélaginu. Fanney sem var fyrirliði kvennaliðs FH í handbolta á síðasta tímabili er mikill leiðtogi inn á velli auk þess að vera mikil fyrirmynd yngri iðkenda. Fanney stýrði varnarleik liðsins af mikilli festu auk þess að vera lykilmaður sóknarlega. Fanney lék alla 20 leiki liðsins sem endaði í 3. Sæti Grill deildar kvenna og skoraði í þeim 97 mörk. Fanney Þóra hefur sinnt fjölmörgum störfum innan barna- og unglingastarfs FH undanfarin ár. Fanney Þóra hefur verið í barneignarleyfi í vetur.

Fanney var valinn leikmaður ársins hjá FH á síðasta keppnistímabili

Björn Daníel Sverrisson, fulltrúii Maggýar Lárentínusardóttur ásamt Elsu framkvæmdastjóra FH.

Afrekskarl knattspyrnudeildar FH

Björn Daníel Sverrisson er knattspyrnumaður FH árið 2022. Björn Daníel spilaði vel fyrir FH liðið í sumar og átti mjög stóran þátt í því að liðið náði að halda sæti sínu í deildinni. Tímabilið var erfitt en Björn sýndi mikinn karakter þegar mótvindurinn var sem mestur og dró vagninn á ögurstundu. Björn framlengdi samning sinn við FH liðið eftir tímabil og hlökkum við FH ingar mikið til komandi tímabils þar sem við væntum mikils af Birni og erum þess fullviss að hann verði lykilmaður í enduruppbyggingu liðsins.

Afrekskona knattspyrnudeildar FH

Maggý Lárentínusdóttir er knattspyrnukona FH árið 2022. Maggý var í algjöru lykilhlutverki í FH liðinu sem vann Lengjudeildina sannfærandi. Hún lék í hjarta varnarinnar í liði sem fór taplaust í gegnum tímabilið og fékk einungis á sig níu mörk í 18 leikjum í Lengjudeildinni. Maggý lék alla leiki liðsins á tímabilinu, skoraði tvö mörk og var máttarstólpi í þessu frábæra liði sem tók skrefið upp í Bestu deild kvenna með glæsibrag.

Aníta Hinriksdóttir og Hilmar Örn Jónsson ásamt Elsu, framkvæmdastjóra FH.

Afrekskona frjálsíþróttadeildar FH

Aníta Hinriksdóttir er afrekskona frjálsíþróttadeildar FH. Hlýtur hún þá sæmd fyrir 800 m hlaup innanhúss, en hún hljóp á tímanum 2:05,20 mín, á Meeting Metz Moselle Athletor í febrúar. Hún var margfaldur Íslandsmeistari á árinu, sigraði hún í 800 m hlaupi og 1500 m hlaupi innanhúss og var í sigurliði kvennaliðs FH á Meistaramótinu og sigurliði FH í karla- og kvennaflokki á Meistaramótinu innanhúss. Þá sigraði hún í 800 m hlaupi utanhúss á Meistaramótinu og var í sigurliði kvennaliðs FH á Meistaramótinu og sigurliði FH í karla- og kvennaflokki á Meistaramótinu.

Aníta hefur verið besti millivegalengdarhlaupari landsins síðustu ár og er að koma til baka eftir meiðsli.

Aníta er landsliðsmaður í frjálsíþróttum og einn besti frjálsíþróttamaður landsins síðustu ár. Hún náði yfir 1100 stig á alþjóðlegri stigatöflu og ein af tveimur íslensku konum sem náðu þeim árangri á árinu.

Aníta er afrekskona í frjásum íþróttum og er góð fyrirmynd fyrir aðra íþróttamenn.

Afreksmaður frjálsíþróttadeildar FH

Hilmar Örn Jónsson er afreksmaður frjálsíþróttadeildar FH.  ilmar hlýtur þá sæmd fyrir sleggjukast, en hann kastaði lengst á árinu 76,33 m sem er hans næst besti árangur í greininni. Hilmar bætti einnig Íslandsmetið í lóðkasti á árinu.

Hilmar er í 20. sæti yfir bestu sleggjukastara í Evrópu á árinu og í 28 sæti yfir bestu sleggjukastara í heimi á árinu, glæsilegur árangur hjá honum

Hilmar Örn Jónsson keppti á tveimur stórmótum á árinu, bæði á HM sem fór fram í Bandaríkjunum og var hann rétt við að komast í úrslit á því móti og síðan keppti hann í EM í Þýskalandi og tryggði sig þar á meðal 12 bestu sleggjukastara í Evrópu og náði í úrslit þar.

Hilmar hlaut 1137 stig fyrir kastið og var hann annar stigahæsti Íslendingurinn á árinu í frjálsíþróttum..

Hilmar Örn hefur mikinn félagsþroska og er góð fyrirmynd fyrir aðra íþróttamenn og frábær íþróttamaður.

Varaformaður FH ásamt þeim sem tilefnd voru til íþróttamanns FH 2022.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2