fbpx
Föstudagur, apríl 19, 2024
HeimFréttirHrafnhildur keppir kl. 16.57 í dag á OL

Hrafnhildur keppir kl. 16.57 í dag á OL

Er með 11. besta skráðan tíma í undanrásirnar. 16 komast áfram.

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, keppir í dag kl. 16.57 á Ólympíuleikunum í 200 m bringusundi. Hún syndir á 6. braut í 3. riðli undanrásanna en 16 bestu komast áfram í milliriðla.

Íslandsmet Hrafnhildar 2,22.96 mín., sem hún setti í London í maí, er 11. besti skráði tíminn inn í sundið. Hún á 4. besta skráða tímann í sínum riðli og ættu möguleikar hennar að komast áfram að vera góðar.

Heimsmethafinn Rikke Møller Pedersen frá Danmörku keppir í 2. riðli en heimsmet hennar er 2,19.11 mín en hún er skráð inn á 2,21.58 mín. Bestu skráðu tímana í sundið eiga Viktoria Zeynep Gunes frá Tyrklandi, 2,19.64 mín og Rie Kaneto frá Japan, 2,19.65 mín. en hún syndir í riðli með Hrafnhildi. Viktoria keppti í 100 m sundinu með Hrafnhildi en komst ekki áfram í úrslit.

Hrafnhildur á næst besta tíma Norðurlandabúa í sundinu en auk Rikke keppir Jenna Laukkanen frá Finnlandi og Sopie Hansson frá Svíþjóð en þær eiga báðar töluvert lakari tíma en Hrafnhildur.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2