FH lék í dag við finnska liðið FC Lahti í Finnlandi í undankeppni Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu.
Búist var við erfiðum leik en FH-ingar mættu ákveðnir til leiks og eftir aðeins þriggja mínútna leik var FH búið að skora. Eftir góðan undirbúning Atla Guðnasonar skallaði Halldór Orri Björnsson í mark Finnanna og FH í góðum málum.
Steven Lennon bætti svo glæsilegu marki við eftir um 17 mínútna leik og FH komið í 2-0.
Það var svo ekki fyrr en í uppbótartíma sem þriðja markið kom og enn átti Atli Guðnason góða sendingu fyrir markið þar sem Robbie Crawford kom honum í markið.
Atli Guðnason komst reyndar sjálfur í mjög gott færi í upphafi síðari hálfleiks en skaut framhjá.
Heimamenn sköpuðu sér fá færi í leiknum og og FH í góðum málum fyrir heimaleikinn í Kaplakrika næsta fimmtudag.
Liðið sem sigrar í viðureigninni mætir ísraelska liðinu Hapoel Haifa í annarri umerð 26. júlí og 2. ágúst.
Nánar um leikinn á Facebook síðu FHingar.net