fbpx
Þriðjudagur, febrúar 27, 2024
HeimÍþróttirFótboltiRændi sigrinum á lokamínútunni og á enn möguleika á Evrópusæti

Rændi sigrinum á lokamínútunni og á enn möguleika á Evrópusæti

FH sigraði ÍBV í knattspyrnu karla

FH og ÍBV léku saman í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í Kaplakrika.

Eftir markalausan fyrri hálfleik þar sem ÍBV var heldur betri aðilinn skoraði Shahab Zahedi í upphafi síðari hálfleiks og kom ÍBV yfir eftir að hafa leikið á Gunnar Nielsen í marki FH.

En aðeins 9 mínútum síðar skoraði Bergsveinn Ólafsson fyrir FH með föstu skoti og allt leit út fyrir að liðin gengju af velli með skiptan hlut.

En það var enginn annar en markahrókurinn Steve Lennon sem skoraði glæsilegt mark á síðustu mínútu leiksins og hreinlega rændi sigrinum fyrir FH.

Gríðarlegur fögnuður var í Kaplakrika enda mikilvægur sigur í húfi.

FH á enn möguleika á að hafna í 2. sæti og komast þannig í Evrópukeppni sem er gríðarlega mikilvægt fjárhagslega fyrir félagi.

Íslandsmeistaratitillinn hvarf svo liðinu endanlega síðar í kvöld er Valur sigraði Fjölni örugglega og tryggði sér þá titilinn.

Aðeins 418 áhorfendur voru skráðir á leikinn.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2