FH hefði getað komist í 2. sæti

Síðast var keppt um Verslunarmannhelgi fyrir fjórum árum.

Bergsveinn byrjaði á bekknum í dag en var skipt inn fyrir Atla Viðari á 62. mínútu.

FH mætti nýliðum KA nú í dag á Akureyrarvelli í meistaradeild karla í knattspyrnu.

FH né KA tókst að skora í dag og lauk leiknum með 0:0 jafntefli. Fátt var um að gerast í leiknum en FH verður að sætta sig við þetta jafntefli.

Það eru fjögur ár síðan það var spilað um verslunarmannahelgi í deildinni en það var þegar FH mætti ÍBV í Eyjum og vann 2:1.

Jafnteflið þýðir það að FH fer í 3. sætið og verður fyrir ofan Grindavík með betri markatölu. Með sigri í dag hefði FH getað komist upp í 2. sæti, sjö stigum fyrir neðan topplið Vals. Næsti leikur verður einmitt á móti Val á þriðjudaginn, 8. ágúst.

Nýir leikmenn fengu ekki að spreyta sig í dag.

Tveir nýju leikmenn FH voru ekki í hópnum í dag. Það voru eingöngu sex leikmenn á varamannabekknum en það er leyfilegt að hafa sjö.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here