Hópur barna og unglinga úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar tók þátt í badmintonmóti í Sollentuna í Svíþjóð fyrstu helgina í september.
Í heildina tóku 26 BH-ingar þátt í mótinu en fjórir þjálfarar og fimm foreldrar voru einnig með í för ásamt hópi keppenda og þjálfara frá Siglufirði og Sauðárkróki. Keppendur BH stóðu sig mjög vel á mótinu fengu 2 gull, 6 silfur og 9 brons.
Katla Sól Arnarsdóttir sigraði í einliðaleik í U15A og Jón Víðir Heiðarsson sigraði í tvenndarleik í U19A.
Silfurverðlaun fengu Angela Líf Kuforiji í einliðaleik U15B, Matthildur Thea Helgadóttir í tvíliðaleik U13A, Helgi Sigurgeirsson og Emilía Ísis Nökkvadóttir í tvenndarleik U15B, Sunna Katrín Jónasdóttir í tvenndarleik U17B og Adam Elí Ómarsson í tvenndarleik U19A.
Bronsverðlaun fengu Erik Valur Kjartansson í tvíliðaleik U13A, Katla Sól Arnarsdóttir í tvíliðaleik U15A, Stefán Logi Friðriksson og Lena Rut Gígja í tvenndarleik U17A, Elíana Ísis Árnadóttir, Sólon Chanse Sigurðsson og Yuna Ír Thakham í tvenndarleik U17B og Adam Elí Ómarsson og Jón Víðir Heiðarsson í tvíliðaleik U19A.
Hópurinn æfði einnig í Sollentuna og skellti í sér í tívolí í Stokkhólmi. Skemmtileg og eftirminnilega ferð fyrir alla.
Fjölgaði um 15% á sumarnámskeiðum BH milli ára
Sumarnámskeið Badmintonfélags Hafnarfjarðar voru haldin í 10. sinn í sumar í Strandgötunni. Námskeiðin verða vinsælli og vinsælli með hverju sumri. Í ár voru 202 börn skráð til þátttöku, 15% fleiri en í fyrra. Því miður komust ekki allir að sem vildu og var biðlisti allar fimm námskeiðsvikurnar.
Boðið var uppá námskeið fyrir bæði byrjendur og lengra komna í badminton og byrjendur í borðtennis. Lang flestir völdu að vera allan daginn og prófa því bæði badminton og borðtennis en líka var hægt að vera hálfan daginn og fara þá bara í eina grein. En ekki var einungis farið í badminton og borðtennis á námskeiðunum, útivist og ýmsir leikir og þrautir voru einnig á dagskrá.
Sjá nánar á bhbadminton.is