fbpx
Þriðjudagur, mars 5, 2024
HeimFréttirVilja háspennulínur í jörð í þéttbýli Hafnarfjarðar

Vilja háspennulínur í jörð í þéttbýli Hafnarfjarðar

Samfylkingin sendir frá sér tilkynningu

Samfylkingin í Hafnarfirði hefur sent frá sér fréttatilkynningu í kjölfar ógildingar Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á framkvæmdaleyfi Lyklafellslínu:

Í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ógildingar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á framkvæmdaleyfi vegna Lyklafellslínu 1 telur Samfylkingin í Hafnarfirði einsýnt að nú þegar verði hafist handa við undirbúning þess að leggja línurnar í jörð um þéttbýli í landi Hafnarfjarðar.

Upphaflegur samningur við Landsnet um flutning línanna var undirritaður árið 2009 en samkvæmt honum átti flutningi þeirra að vera lokið árið 2017. Síðan þá hafa samningar verið endurnýjaðir í tvígang án þess að efndir hafi orðið.

Í ljósi þessa teljum við rétt að ráðist verði í framkvæmdir sem allra fyrst þar sem línurnar verði lagðar í jörð í gegnum Hafnarfjörð. Hagsmunir Hafnarfjarðarbæjar eru miklir enda ný íbúasvæði á Völlum og Skarðshlíð í næsta nágrenni. Með því að leggja línurnar í jörð næst íbúabyggð næðist sátt milli umhverfissjónarmiða og þeirri sjálfsögðu kröfu íbúa á Völlum og í Skarðshlíð að losna við háspennumannvirki úr bakgarðinum. Samfylkingin leggur áherslu á mikilvægi þess að Landsnet standi við gerða samninga og fjarlægi loftlínur umhverfis Hamranesvirki hið fyrsta og munum við setja lausn þessa stóra máls í algjöran forgang.

Samfylkingin í Hafnarfirði

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2