Verkfærasalan opnaði í dag á Dalshrauni

Gríðarlegt úrval af vönduðum verkfærum

F.v. Pétur Guðmundsson, Hafsteinn Haraldsson, Marteinn G. Þorláksson og Bjarnþór Þorláksson

Verkfærasalan opnaði í dag  nýja, glæsilega verslun að Dalshrauni 13, við hliðina á Húsasmiðjunni.

Verkfærasalan var stofnuð árið 1997 með það markmið að flytja inn vélar og verkfæri fyrir byggingar- og málmiðnað og hefur ávallt verið til húsa að Síðumúla 11. Þetta er fjölskyldufyrirtæki í eigu Hafnfirðinganna og hjónanna Þorláks Marteinssonar og Unnar Bjarnþórsdóttur sem bæði starfa við fyrirtækið, Þorlákur sem framkvæmdastjóri og Unnur sem fjármálastjóri. Börn þeirra Bjarnþór, Margrét og Marteinn Guðberg starfa einnig við fyrirtækið.

verkfaerasalan-05vef

verkfaerasalan-05vefVerslunin á Dalshrauninu er til viðbótar við verslunina við Síðumúlann og þar eru öll bestu verkfærin í boði. Gríðarlegt úrval er af hinni vönduðu Milwaukee línu og einnig mjög gott úrval af Ryobi rafmagnverkfærum. Þá er mikið úrval af vönduðum handverkfærum frá Hultafors, Knipex, Yato og Wera svo eitthvað sé nefnt og mikið af aukahlutum og rekstrarvörum.

Sjón er sögu ríkari og fjölmörg opnunartilboð eru til 9. nóvember.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here