fbpx
Laugardagur, október 5, 2024
HeimFréttirSkólamálSetbergsskóli fær viðurkenningu fyrir öruggar gönguleiðir í skólann

Setbergsskóli fær viðurkenningu fyrir öruggar gönguleiðir í skólann

Liður í átaki FÍB til að bæta merkingar gangbrauta

Fulltrúi Félags íslenskra bifreiðaeigenda veitti í dag Setbergsskóla viðurkenningu félagsins fyrir öruggar gönguleiðir í skólans.

Tilgangur viðurkenningarinnar sem kallast Gangbrautin 2017 er að vekja athygli á því sem er vel gert í gangbrautarmálum og að brýna fyrir skólabörnum að nota öruggar gönguleiðir í skólann.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB og María Pálmadóttir skólastjóri Setbergsskóla ásamt Hröfnu Hjartar Geirfinnsdóttur og Birni Hólm Bjarnasyni sem tóku við viðurkenningunni f.h. skólans.

Víða hefur mikið vantað upp á að gangbrautir séu merktar skv. reglum, ekki síst í Hafnarfirði en eftir ábendingar, m.a. í þessu blaði hafa merkingar víða verið bættar.

Við afhendinguna sýndi Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, kynnti átak félagsins, Gangbraut – Já takk, sem miðar að því að tryggja öryggi gangandi vegfarenda og sýndi yngstu nemendum Setbergsskóla myndir úr átakinu.

Afhenti hann Maríu Pálmadóttur, skólastjóra Setbergsskóla og tveimur fulltrúum nemenda skjöld sem er viðurkenning félagsins til Setbergsskóla fyrir öruggar gönguleiðir í skólann.

Stoltir nemendur Setbergsskóla með viðurkenninguna

Þetta er í annað sinn sem þessi viðurkenning er veitt en félagið veitti Hólabrekkuskóla verðlaunin árið 2014.

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB
Vel merkt gangbraut við Setbergsskóla

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2