Aron Örn Stefánsson synti undir EM 25 lágmarki í sundi er hann synti 100 metra skriðsund á 48.89 sekúndum á ÍM í 25 metra laug sem er nú í gangi í Laugardalslaug. EM lágmarkið var 49.67 sekúndur.
Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir náðu báðar EM-lágmörkum. Hrafnhildur í 50, 100 og 200 metra bringusundi og 100 metra fjórsundi á Extramóti SH um daginn. Ingibjörg í 50 metra baksundi sem hún synti í gær á tímanum 27.68 sekúndum en lágmarkið er 26.52 sekúndur.
EM í 25 metra laug verður haldið 13. – 17. desember í Kaupmannahöfn.