Svona verður nýja hjúkrunarheimilið

Jarðvegsframkvæmdir að hefjast

Ásýnd nýs hjúkrunarheimilis sem byggt verður við hlið Sólvangs

Á íbúafundi í gær voru teikningar af nýju hjúkrunarheimili sem rísa á við hlið Sólvangs kynntar. Teiknistofan Úti og inni hannar húsið. Hjúkrunarheimilið á að rýma 60 manns í eins manns herbergjum en möguleiki á að vera á að opna á milli herbergja ef hjón búa hlið við hlið.

Um 50 manns mættu á íbúafund þar sem byggingin var kynnt.

Framkvæmdum við húsið á að ljúka árið 2018 og mun Hafnarfjarðarbær ekki sjá um reksturs þess eins og nú er á Sólvangi heldur verður reksturinn boðinn út og verður því ekki á ábyrgð Hafnarfjarðarbæjar.  Hafnarfjarðarbær fjármagnar hins vegar byggingu hússins og leigir ríkinu húsið og á þannig að fá stofnkostnaðinn til baka.

Séð inn í eitt herbergið. Mynd frá Úti og inni arkitektum.
Séð að forstofu en lítið “teeldhús” er í hverju herbergi. Mynd frá Úti og inni arkitektum.

Sólvangur verður þá ekki lengur hjúkrunarheimili fyrir aldraða en Hafnarfjarðarbær sækir það stíft að fá að nýta Sólvang og hafa þar 20 hjúkrunarrými í viðbót en ekki hafa tekist samningar um það. Á Sólvangi er stefnt að því að hafa miðstöð fyrir ýmsa þjónustu fyrir eldri borgara og m.a. gert ráð fyrir áframhaldandi dagdvöl fyrir aldraða á neðstu hæðinni.

Horft niður að hjúkrunarheimilinu. Mynd frá Úti og inni arkitektum.

Á fundinum kynnti arkitekt fyrirkomulagið í húsinu, fulltrúi heilbrigðisráðuneytis kynnti rekstrarfyrirkomulagið en Helga Ingólfsdóttir formaður starfshóps um byggingu hjúkrunarheimilisins stýrði fundinum.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here