fbpx
Laugardagur, október 5, 2024
HeimFréttirSviðsstjóri stjórsýslusviðs Hafnarfjarðarbæjar hefur sagt upp

Sviðsstjóri stjórsýslusviðs Hafnarfjarðarbæjar hefur sagt upp

Hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands

Kristján Sturluson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarbæjar hefur sagt upp stöðu sinni. Var þetta tilkynnt á fundi bæjarráðs í gær.

Kristján var ráðinn fyrir rúmum 3 árum síðan en þá sóttu 34 um stöðuna. Hann var áður framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.

Kristján mun taka við starfi framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Íslands um áramót.

Sögusagnir hafa flogið um bæinn um nokkurn tíma að bæjarstjóri myndi taka yfir starfssvið sviðsstjórans og einnig að hann muni færa sig yfir í sviðsstjórastarfið og oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn taki við bæjarstjóraembættinu. Ekkert hefur komið fram sem styður þessar sögusagnir og allt bendir til þess að starfið verði auglýst.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2