Sveit SH setti 2 Íslandsmet á Víkingamóti SH

Sveit SH f.v.: Kolbeinn Hrafnkelsson, Aron Örn Stefánsson, Predrag Milos og Viktor Máni Vilbergsson.

Sveit SH reyndi við tvö Íslandsmet sl. mánudagskvöld á Víkingamóti SH. Í sveitinni voru þeir Kolbeinn Hrafnkelsson, Aron Örn Stefánsson, Predrag Milos og Viktor Máni Vilbergsson.

Fyrst reyndu þeir við sig í 4×50 m fjórsundi en sveit ÍBR setti Íslandsmet í þeirri grein í desember 2007 og var tími sveitarinnar 1,44.36 mínúta.

Keppendur fengu góða hvatningu

SH-ingarnir voru greinilega í góðri æfingu, vel hvattir af félögum sínum í SH og syntu á 1,41.67 mínútum, bættu Íslandsmetið um 3,21 sekúndu.

Aðeins 30 mínútum síðar stungu þeir sér aftur til sunds til að reyna við Íslandsmet í 4×50 m skriðsundi sem sveit SH setti í nóvember 2012, 1,33.63 mínúta. Í sveitinni þá voru Aron Örn, Kolbeinn og Predrag sem nú kepptu einnig.

Reyndar synti landssveit Íslands á betri tíma í Windsor í desember sl. en þá voru Aron Örn og Viktor Máni í sveitinni sem synti á 1,31.07 mínútu.

Sveit SH sýndi engin þreytumerki og synti á 1,32.70 mínútum sem er nýtt formlegt Íslandsmet.

Guðni Guðnason SH

Setti met í garpaflokki

Hinn 55 ára sundkappi, Guðni Guðnason úr SH, gerði sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í 100 metra skriðsundi garpa, synti á 1,07.35 mínútu.

 

 

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here