fbpx
Mánudagur, maí 20, 2024
HeimFréttirStrandgatan lokuð vegna malbikunar

Strandgatan lokuð vegna malbikunar

Á þriðjudag og miðvikudag, 7. og 8. júní, stendur til að malbika Strandgötuna frá Bæjartorgi að Flensborgartorgi.

Gatan verður lokuð á meðan á verkinu stendur frá kl. 9 þriðjudaginn 7. júní til kl. 18 miðvikudaginn 8. júní.

Strandgötu og Fjarðargötu verður alveg lokað milli hringtorgs við Hvaleyrarbraut/Fornubúðir og að Linnetstíg við Fjörð. Einnig verður Lækjargötu lokað við Strandgötu.

Upplýsingamerki verða sett upp og hjáleiðir verða merktar. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og lokanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2