Á þriðjudag og miðvikudag, 7. og 8. júní, stendur til að malbika Strandgötuna frá Bæjartorgi að Flensborgartorgi.
Gatan verður lokuð á meðan á verkinu stendur frá kl. 9 þriðjudaginn 7. júní til kl. 18 miðvikudaginn 8. júní.
Strandgötu og Fjarðargötu verður alveg lokað milli hringtorgs við Hvaleyrarbraut/Fornubúðir og að Linnetstíg við Fjörð. Einnig verður Lækjargötu lokað við Strandgötu.
