fbpx
Þriðjudagur, október 8, 2024
HeimFréttirSkátar vonast eftir snjókomu og veðurofsa

Skátar vonast eftir snjókomu og veðurofsa

Vetraráskorunin Crean á Hellisheiði um helgina

Snjókoma og veðurofsi eru á óskalista ungra skáta frá Ísland og Írlandi sem ætla meðal annars að gista í snjóhúsum og læra grunnatriði vetrarferðamennsku. Vetraráskorunin er vikulöng, skátarnir voru á Úlfljótsvatni 15.-19. febrúar við þjálfun og fræðslu. Þaðan verður gengið upp á Hellisheiði 19. febrúar og dvalið í tvær nætur þar sem reynir á flest það sem skátarnir hafa lært. Írarnir fljúga síðan heim á leið 24. febrúar. Þessi vetraráskorun hefur mælst vel meðal skáta á undanförnum árum og komast færri að en vilja. Skátarnir eru á aldrinum 13-15 ára og eru búnir að fara í gegnum undirbúningsnámskeið.

Marta Magnúsdóttir skátahöfðingi.              Ljósm. Guðni Gíslason

Marta Magnúsdóttir skátahöfðingi segir þetta mikilvæga æfingu fyrir ungt fólk sem margt hvert þekkir bara vetrarveður í gegnum gluggann á heimilinu sínu. „Reynsla undanfarinna ára sýnir að skátarnir sem taka þátt í þessu upplifa þessa útivist sem ógleymanlega og eru duglegir við að segja frá og miðla áfram því sem þeir lærðu.“

Þetta verkefni er samstarfsverkefni íslenskra og írskra skáta og gengur undir nafninu Crean í höfuðið á írska landkönnuðinum Tom Crean. Marta segir þessa vetraráskorun vera gott dæmi um ögrandi vetrarverkefni sem hjálpar þátttakendum að læra og eflast í takt við markmið skátahreyfingarinnar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2