Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september 2021 var samþykktur með miklum meirihluta á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar 11. mars sl.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og fyrrverandi þingmaður og ráðherra Samfylkingarinnar leiðir listann, í öðru sæti er þingmaðurinn og rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson, sem nú er oddviti flokksins í kjördæminum og flyst því niður um eitt sæti.
Í þriðja sæti er Hafnfirðingurinn Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir listfræðingur og starfar fyrir Þroskahjálp, fjórða sæti skipar svo Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi og tómstunda- og félagsmálafræðingur. Hafnfirðingurinn Óskar Steinn Ómarsson skipuar 6. sætið.
Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi:
- Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM
- Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður og rithöfundur
- Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, starfsmaður Þroskahjálpar og listfræðingur
- Guðmundur Ari Sigurjónsson, tómstunda- og félagsmálafræðingur og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi
- Sólveig Skaftadóttir, alþjóðafræðingur og starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar
- Óskar Steinn Ómarsson, deildarstjóri á leikskóla
- Donata H. Bukowska, kennsluráðgjafi í málefnum nemenda með íslensku sem annað mál í Kópavogi
- Árni Rúnar Þorvaldsson, grunnskólakennari
- Gerður Pálsdóttir, þroskaþjálfi
- Arnar Ingi Ingason, tónlistarmaður
- Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace
- Sigurjón Gunnarsson, húsasmíðameistari
- Ingibjörg Iða Auðunardóttir, íslenskunemi og forseti Ungra jafnaðarmanna í Garðabæ
- Gylfi Ingvarsson, vélvirki og eldri borgari
- Branddís Ásrún Snæfríðardóttir, meistaranemi í lögfræði
- Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
- Kristín Sævarsdóttir, vörustjóri
- Kolbeinn A. Dalrymple, fjölmiðlamaður
- Hildur Rós Guðbjargardóttir, kennaranemi og starfsmaður Hrafnistu
- Hafsteinn Karlsson, skólastjóri
- Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur
- Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ og fyrrverandi alþingismaður
- Dóra Hansen, innanhússarkitekt og kennari
- Jónas Sigurðsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ
- Jóna Dóra Karlsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði
- Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra