Mjög stór jarðskjálfti fannst í Hafnarfirði

Mjög stór jarðskjálfi skók Hafnarfjörð kl. 13.43 í dag.

Fannst jarðskjálftinn mjög greinilega í Hafnarfirði og blaðamaður Fjarðarfrétta upplifði hann sem einn sterkasta jarðskjálfta sem hann hefur fundið á sinni ævi.

Var hann eins og mikið högg og svö nötraði allt í nokkurn tíma. Hlutir skulfu og lítill hlutur féll í gólf á heimili blaðamans.

Skjálftinn er 5,7 á Richter skv. óyfirförnum mælingum, 4,1 km vestur af Krýsuvík á 4,8 km dýpi. Er þetta skammt sunnan Trölladyngju.

Mældist annar skjálfi 3 á Richter nokkrum mínútum síðar á sömu slóðum.

Lítill eftirskjálfti fannst m.a. í Hafnarfirði kl. 13.58 og annar snarpari kl. 14.01.

Uppfært kl. 14.07: Veðurstofan hefur yfirfarið mælingar og er hann nú skráður 4,9 á Richter og að hann hafi verið 4,4 km vestur af Krýsuvík.

Fjölmargar hafa þegar lýst upplifun sinni af jarðskjálftanum á Facebook síðu Fjarðarfrétta.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here