Opið í Sveinssafni í Krýsuvík í sumar

Sveinssafn opnar nýja og viðamestu sýningu sína fram til þessa í Sveinshúsi í Krýsuvík n.k. sunnudag kl. 13.

Sýningin nefnist Konan mín og er helguð Krýsuvíkurmadonnunni, sem svo hefur verið nefnd en er margræðari en svo eins og fram mun koma á sýningunni. Þetta er 10. sýning Sveinssafns í Sveinshúsi helguð konunni í list Sveins Björnssonar.

Sýningin er þrískipt:

  • Vestur herbergi: KONAN MÍN og almættið
  • Gangur: KONAN MÍN á lögregluvakt
  • Austur herbergi: KONAN MÍN umhverfis mig.

Sýningin Konan mín byggir á túlkun sem orðið hefur til við löng kynni af verkum Sveins Björnssonar. Hún felur í sér að list hans eigi djúpar rætur í hans persónulega lífi þar sem eiginkonan, Sólveig Erlendsdóttir, er í miðlægu hlutverki. Listamaðurinn færir konu sína úr sófanum heima yfir í heim listar sinnar. Hann upphefur hana þar sem hina fullkomnu listagyðju sem hann er í stöðugu ástarsambandi við. Konan hans er því bæði í raunheimum og í myndheiminum eins og hann lýsir í mynd sem hann gaf konu sinni fertugri. Sé listin getin af heilögum anda þá tákngerir fuglinn þær launhelgar.

Sýningin er opin hvern sunnudag frá júníbyrjun til loka september frá kl. 13 til 17.30.

Léttar kaffiveitingar eru seldar á vægu verði.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here